Vinnustofan

Húsnæði Bankans Vinnustofu hefur algjörlega verið tekið í gegn til þess að skapa frábæra vinnuaðstöðu, góða hljóðvist og birtu, fjölbreytt aðlaðandi rými og fyrsta flokks tæknibúnað.

Hér eru opin skrifstofurými, tveggja til tólf manna fullbúin fundarherbergi, fjarfundaklefar, setustofur, bar ofl. Sjón er sögu ríkari.

Þjónusta

Við höfum lagt okkur fram við að skapa framúrskarandi vinnustað, þar sem aðstaða og aðbúnaður er fyrsta flokks. Þannig verður til grunnur sem leiðir saman fólk, stefnir saman hugmyndum, styrkir tengslanet og býr til ný.