Húsnæði Bankans Vinnustofu hefur verið endurbætt til að skapa frábæra vinnuaðstöðu með góðri hljóðvist, birtu og fyrsta flokks tæknibúnaði.
Hér eru opin skrifstofurými, fullbúin fundarherbergi og fjarfundaklefar. Aðstaðan er tilvalin fyrir þá sem vinna hluta vikunnar á Selfossi.
Við höfum lagt okkur fram við að skapa framúrskarandi vinnustað, þar sem aðstaða og aðbúnaður er fyrsta flokks. Þannig verður til grunnur sem leiðir saman fólk, stefnir saman hugmyndum, styrkir tengslanet og býr til ný.