Húsnæði Bankans Vinnustofu hefur algjörlega verið tekið í gegn til þess að skapa frábæra vinnuaðstöðu, góða hljóðvist og birtu, fjölbreytt aðlaðandi rými og fyrsta flokks tæknibúnað.
Hér eru opin skrifstofurými og smærri skrifstofur, tveggja til tólf manna fullbúin fundarherbergi, fjarfundaklefar, setustofur, bar ofl. Sjón er sögu ríkari.