Bankinn Vinnustofa býður upp á skrifborð í sameiginlegum vinnurýmum, setustofur og fundarherbergi. Aðild hentar einstaklingum og starfsmönnum fyrirtækja eða stofnana sem geta sinnt sínu starfi hvar og hvenær sem er.
Markmið Bankans er að leiða saman fólk og hugmyndir frá ýmsum sviðum atvinnulífs á Suðurlandi, styrkja tengslanet og búa til ný vinnu- og vinabönd.
Bankinn Vinnustofa er starfrækt á um 500 fermetra rými í Landsbankahúsinu á Selfossi. Húsið hefur verið endurgert frá grunni með það fyrir augum að skapa aðlaðandi vinnustað, þar sem hljóðvist, aðbúnaður og allar vistarverur eru fyrsta flokks.
Landsbankahúsið hefur löngum verið talið eitt fallegasta hús á Suðurlandi. Vinnustofan er á tveimur efri hæðum hússins og telur um 500 fermetra.
Bankinn Vinnustofa kt. 680322-1710 | Austurvegur 20, 800 Selfossi | info@bankinnvinnustofa.is | S. 6660010