Algengar spurningar

Við gerum ótímabundinn samning með uppsagnarfrest sem er einn mánuður fyrir opin vinnurými á vinnustofunni. Samningar fyrir einkaskrifstofur eru bundnir lengur. Hafið samband á  info@bankinnvinnustofa.is fyrir frekari upplýsingar.
Uppsagnarfrestur á samningum fyrir vinnustofuna er 1 mánuður. Samningar fyrir einkaskrifstofur eru bundnir lengur. Hafið samband á  info@bankinnvinnustofa.is fyrir frekari upplýsingar.

Innifalið í aðgangi að vinnustofunni er:

      • Opið rými með 12 skrifborðum, skjám, lyklaborði og mús.
      • Prentari og skanni.
      • Internet.
      • Kaffi, sódavatn og eldhúsaðstaða.
      • Aðgangur að Bankaloftinu, opnum sal á 3. hæð hússins.
      • Tveir tveggja manna næðisklefar og tveir eins manna næðisklefar.
      • Tvö rúmgóð og vel búin fundarherbergi.

Í einkaskrifstofu leigir þú læsta skrifstofu þar sem þú kemur með þín eigin skrifborð og stýrir að vild. Opin vinnurými eru samtals 12 skrifborð sem þú hefur aðgang að og deilir með öðrum leigendum. Allir leigjendur hafa aðgang að kaffiaðstöðu, funarherbergjum, næðisklefum, prentara og skanna.

Það er ekki þjónusta í húsinu, en húsið er eingöngu opið fyrir leigjendur vinnustofunnar og þar er allt til alls.

Fundarherbergin eru tvö talsins, rúmgóð og allt að 14 manna. Einnig eru fjórir næðiklefar sem nýtast fyrir 2-3 eða fjarfundi.

Já, svo lengi sem fundarherbergin eru laus, þá geta þeir sem hafa aðgang bókað fundarherbergi ótakmarkað.